People (upprunalega kallað People Weekly) er bandarískt slúðurblað sem gefið er út vikulega af Time Inc. Um það bil helmingur blaðsins eru greinar um frægt fólk og hinn helmingurinn inniheldur áhugaverðar sögur af venjulegu fólki. Vefsíða blaðsins (People.com) fjallar bara um sögur af stjörnum. Blaðið ku vera best þekkt fyrir árlegu tölublöð sín sem útnefna „Fallegasta fólk í heimi“, „Best klæddu stjörnurnar“ og „Kynþokkafyllsti maður á lífi“. Fyrsta tölublaðið var gefið út þann 4. mars 1974 og voru þá viðtöl við Miu Farrow, Gloriu Vanderbilt, Alexandr Solzhenitzyn og eiginkonur týndra hermanna í Víetnamstríðinu.

Tenglar

breyta
   Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.