Paul Churchland (fæddur 21. október 1942) er kanadískur heimspekingur sem er einkum þekktur fyrir skrif sín um hugspeki. Hann er prófessor í heimspeki við Kaliforníuháskóla í San Diego.

Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: Paul Churchland
Fæddur: 21. október 1942 (1942-10-21) (82 ára)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Matter and Consciousness; „Functionalism, Qualia, and Intentionality“; „Eliminative Materialism and the Propositional Attitudes“
Helstu viðfangsefni: hugspeki, vísindaheimspeki, frumspeki, þekkingarfræði, gervigreind
Markverðar hugmyndir: útrýmingarefnishyggja
Áhrifavaldar: Wilfrid Sellars, W.V.O. Quine, Paul Feyerabend, Karl Popper, Patricia Churchland
Hafði áhrif á: Patricia Churchland

Churchland lauk doktorsnámi frá Pittsburgh-háskóla árið 1969 undir leiðsögn Wilfrids Sellars. Hann er eiginmaður heimspekingsins Patriciu Churchland.

Heimspeki

breyta

Churchland hefur ásamt eiginkonu sinni verið einn helsti málsvari útrýmingarefnishyggju en samkvæmt henni eru hversdagsleg hugtök á borð við skoðun, geðshræringu og löngun í raun illa skilgreind fræðihugtök; þar af leiðandi ættum við ekki að gera ráð fyrir að slík hugtök verði nauðsynlega hluti af vísindalegri útskýringu á heilanum. Rétt eins og nútímavísindi hafa enga þörf fyrir hugtök á borð við heppni eða nornir til þess að útskýra heiminn munu taugavísindin, að mati Churchland-hjónanna, ekki þurfa á hugtökum á borð við skoðun eða geðshræringu að halda til þess að útskýra starfsemi heilans. Í stæðaninn ætti að nægja að nefna hlutlæg fyrirbæri eins og taugaboð. Churchland bendir einnig á að í sögu vísindanna eru mörg dæmi um hugtök sem hafa verið gefin upp á bátinn svo sem ljósvaki.

Helstu ritverk

breyta

Bækur

breyta
  • Neurophilosophy at Work (Cambridge University Press, 2007)
  • On the Contrary (MIT Press, 1998) (ásamt Patriciu Smith Churchland)
  • The Engine of Reason, The Seat of the Soul: A Philosophical Journey into the Brain (MIT Press, 1995).
  • A Neurocomputational Perspective: The Nature of Mind and the Structure of Science (MIT Press, 1989).
  • Images of Science: Scientific Realism versus Constructive Empiricism (University of Chicago Press, 1985).
  • Matter and Consciousness (MIT Press, 1984).
  • Scientific Realism and the Plasticity of Mind (Cambridge University Press, 1979).

Greinar

breyta

Churchland hefur samið fjölda ritgerða sem hafa haft mikil áhrif innan heimspekinnar.

  • „Some Reductive Strategies in Cognitive Neurobiology“, Mind 95 (1986).
  • „Reduction, Qualia and Direct Introspection of Brain States“, Journal of Philosophy 82 (1985).
  • „Staking the Wild Epistemic Engine“, Nous 13 (1983).
  • „The Anti-Realist Epistemology of Van Fraasen's The Scientific Image“, Pacific Philosophical Quarterly 63 (1982).
  • „Functionalism, Qualia, and Intentionality“, Philosophical Topics 12 (1981).
  • „Eliminative Materialism and the Propositional Attitudes“, Journal of Philosophy 78 (1981).
  • „The Logical Character of Action Explanations“, The Philosophical Review 79 (1970).

Tenglar

breyta