Paul Churchland
Paul Churchland (fæddur 21. október 1942) er kanadískur heimspekingur sem er einkum þekktur fyrir skrif sín um hugspeki. Hann er prófessor í heimspeki við Kaliforníuháskóla í San Diego.
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Paul Churchland |
Fæddur: | 21. október 1942 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk: | Matter and Consciousness; „Functionalism, Qualia, and Intentionality“; „Eliminative Materialism and the Propositional Attitudes“ |
Helstu viðfangsefni: | hugspeki, vísindaheimspeki, frumspeki, þekkingarfræði, gervigreind |
Markverðar hugmyndir: | útrýmingarefnishyggja |
Áhrifavaldar: | Wilfrid Sellars, W.V.O. Quine, Paul Feyerabend, Karl Popper, Patricia Churchland |
Hafði áhrif á: | Patricia Churchland |
Churchland lauk doktorsnámi frá Pittsburgh-háskóla árið 1969 undir leiðsögn Wilfrids Sellars. Hann er eiginmaður heimspekingsins Patriciu Churchland.
Heimspeki
breytaChurchland hefur ásamt eiginkonu sinni verið einn helsti málsvari útrýmingarefnishyggju en samkvæmt henni eru hversdagsleg hugtök á borð við skoðun, geðshræringu og löngun í raun illa skilgreind fræðihugtök; þar af leiðandi ættum við ekki að gera ráð fyrir að slík hugtök verði nauðsynlega hluti af vísindalegri útskýringu á heilanum. Rétt eins og nútímavísindi hafa enga þörf fyrir hugtök á borð við heppni eða nornir til þess að útskýra heiminn munu taugavísindin, að mati Churchland-hjónanna, ekki þurfa á hugtökum á borð við skoðun eða geðshræringu að halda til þess að útskýra starfsemi heilans. Í stæðaninn ætti að nægja að nefna hlutlæg fyrirbæri eins og taugaboð. Churchland bendir einnig á að í sögu vísindanna eru mörg dæmi um hugtök sem hafa verið gefin upp á bátinn svo sem ljósvaki.
Helstu ritverk
breytaBækur
breyta- Neurophilosophy at Work (Cambridge University Press, 2007)
- On the Contrary (MIT Press, 1998) (ásamt Patriciu Smith Churchland)
- The Engine of Reason, The Seat of the Soul: A Philosophical Journey into the Brain (MIT Press, 1995).
- A Neurocomputational Perspective: The Nature of Mind and the Structure of Science (MIT Press, 1989).
- Images of Science: Scientific Realism versus Constructive Empiricism (University of Chicago Press, 1985).
- Matter and Consciousness (MIT Press, 1984).
- Scientific Realism and the Plasticity of Mind (Cambridge University Press, 1979).
Greinar
breytaChurchland hefur samið fjölda ritgerða sem hafa haft mikil áhrif innan heimspekinnar.
- „Some Reductive Strategies in Cognitive Neurobiology“, Mind 95 (1986).
- „Reduction, Qualia and Direct Introspection of Brain States“, Journal of Philosophy 82 (1985).
- „Staking the Wild Epistemic Engine“, Nous 13 (1983).
- „The Anti-Realist Epistemology of Van Fraasen's The Scientific Image“, Pacific Philosophical Quarterly 63 (1982).
- „Functionalism, Qualia, and Intentionality“, Philosophical Topics 12 (1981).
- „Eliminative Materialism and the Propositional Attitudes“, Journal of Philosophy 78 (1981).
- „The Logical Character of Action Explanations“, The Philosophical Review 79 (1970).
Tenglar
breyta- Vefsíða Pauls Churchland Geymt 16 desember 2007 í Wayback Machine