Paul Bocuse

Paul Bocuse (11. febrúar 192620. janúar 2018)[1] var franskur matreiðslumaður sem er þekktur fyrir hágæða franska matargerð og lúxusveitingastaðinn L'Auberge du Pont de Collonges nærri Lyon. Staðurinn er með þrjár Michelin-stjörnur. Hann lærði hjá Eugénie Brazier og er einn af þeim frönsku matreiðslumönnum sem kenndir eru við nouvelle cuisine eða „nýju frönsku matargerðina“.

Paul Bocuse

Alþjóðlega matreiðslukeppnin Bocuse d'Or sem haldin er í Lyon á tveggja ára fresti er kennd við hann. Hann átti sjálfur þátt í stofnun keppninnar árið 1987.

HeimildirBreyta

  1. Thibaut Danancher, Paul Bocuse, le pape de la gastronomie, est mort, Le Point, 20/01/2018
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.