Heilagur Patrekur

(Endurbeint frá Patrekur hinn helgi)

Heilagur Patrekur var kristniboði á ármiðöldum og verndardýrlingur Írlands. Patrekur fæddist í lok 4. aldar og er talinn hafa látist á seinni hluta 5. aldar en dánardagur hans er 17. mars. Patrekur ólst upp við þorpið Bannavem Taburniae sem var á rómversku yfirráðasvæði á vesturströnd Bretlands. Tvö merkisrit eru til eftir Patrek sjálfan á latínu, Confessio, Játning, Yfirlýsing, og Epistola ad miletes Coroticui, Bréf til hermanna Coroticusar. Heilagur Patrekur er talinn ásamt fleirum hafa kristnað Írland á 5.öld.

stytta af heilögum Patrek

Æviágrip

breyta

Þegar Patrekur var 16 ára gamall var hann tekinn í þrældóm til Írlands. Þar var hann látinn gæta sauða á stað sem að núna heitir Patreksfjörður. Eftir sex ár í þrældómi slapp hann og sneri aftur til Englands. Þar menntaði hann sig í kristnum fræðum. Þegar hann var búinn að því fékk hann þörf til að snúa aftur til Írlands til þess að boða kristna trú. Hann fékk Íra til þess að taka upp kristna trú sem að þeir gerðu á árunum 430-460. Írsk kristni þróaðist án tengsla við kaþólsku kirkjuna á tímum þjóðflutninganna á miðöldum. Miðstöðvar írsku kirkjunnar voru klaustur. Patreksdegi er fagnað sem þjóðhátíðardegi írska lýðveldisins, sem frídegi á Norður-Írlandi og víða í veröldinni þar sem írsk ítök eru. Nú halda Írar hátíðlega upp á dag Heilags Patreks 17. mars ár hvert.

Í írskri þjóðtrú er sagt að Patrekur hafi rekið alla snáka í burtu frá Írlandi.[1] Patrekur á að hafa notað staf sinn til að reka alla snáka og önnur skriðdýr á Írlandi út í hafið þegar þau trufluðu hann við 40 daga föstu.[2] Fornleifarannsóknir benda þó til þess að snákar hafi aldrei verið á Írlandi frá ísöld. Kenningar hafa verið lagðar fram um að snákagoðsögnin sé ekki bókstafleg og eigi við að Patrekur hafi rekið drúída (þ.e.a.s. heiðni) frá Írlandi.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Robinson, William Erigena. New Haven Hibernian Provident Society. St. Patrick and the Irish: an oration, before the Hibernian Provident Society, of New Haven, 17 March 1842. p. 8. [1]
  2. Owen, James (13. mars 2008). „Snakeless in Ireland: Blame Ice Age, Not St. Patrick“. National Geographic News. Sótt 19. nóvember 2018.
  3. Fleischer, Aylmer von (2015). Megalith: The Black Builders of Stonehenge (Englsih). Aylmer von Fleischer. bls. 75. „Metaphorically the sankes were the Black Druids. St. Patrick's Christian religion superseded the serpent-worship of the Back Druids, hence the snakes were drive out of Ireland.“