Pardussnigill eða grásnigill (fræðiheiti Limax maximus) er snigill sem finnst meðal annars á Íslandi, einkum í húsagörðum og gróðurlendi í nágrenni garða. Hann sækist í að komast í laufbingi og safnhauga og nærist á rotnandi jurtaleifum og sveppum. Á Íslandi fannst hann fyrst í Grafarvogi 1997. Pardussniglar valda litlum skaða á gróðri og veiða aðra snigla meðal annars litla Spánarsnigla og borða egg þeirra. Sniglarnir geta orðið 20 sm að lengd og þeir eru mest á ferli á næturna.[1]

Pardussnigill

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Sniglar (Gastropoda)
Yfirætt: Limacoidea
Ætt: Limacidae
Undirætt: Limacinae
Ættkvísl: Limax
Undirættkvísl: Limax
Tegund:
L. maximus

Tvínefni
Limax maximus
Linnaeus 1758

Limax cinereus Lister, 1678
Limax cinereus O. F. Müller, 1774 (partim.)
Limacella parma Brard, 1815
Limax antiquorum Férussaac, 1819 (partim.)
Limax maculatus Nunneley, 1837 (non maculatus Kaleniczenko, 1851)
Limax cellarius (d'Argenville) Lessona et Polonera, 1882
Limax carbonarius albanicus Jaeckel, 1954

Mökun fer þannig fram að tveir Pardussniglar vefjast hver um annan í slímþræði
Pardussnigill með eggjum

Pardussnigill er tvíkynjungur og við mökun þarf tvo snigla sem frjóvga egg hvor annars. Mökunaratferli er sérstakt, sniglarnir núa saman líkömum sínum og snertast og leita svo upp á við til dæmis upp í tré þar sem þeir hengja sig up í þykkum slímþræði og vefjast hver um annan. Þar fer mökun og fróvgun fram og síðan detta þeir niður á jörðina. Báðir sniglarnir geta átt hundruð eggja.

Tilvísanir

breyta