Paraffínvax
Paraffínvax eða olíuvax er hvítt eða litlaust fast efni unnið úr steinolíu, kolum eða leirsteini og er myndað úr kolvetni með 20 til 40 kolefnisfrumeindir. Það er fast við stofuhita en bráðnar við 37°C og sýður við 370°C. Parafínvax er notað í smurningu, sem einangrari og í kerti. Það er ólíkt keróseni sem er stundum kallað paraffínolía.