Paradise Lost (hljómsveit)

Paradise Lost er ensk sveit sem spilar gotneskt þungarokk og dómsdagsmálm. Hún var stofnuð árið 1988 í Halifax í norður-Englandi og er talin meðal frumkvöðla dómsdagsmálms (doom metal). Liðskipan sveitarinnar hefur verið stöðug fyrir utan trommarastöðuna.

Nick Holmes, 2007.
Greg Macintosh, 2018.

Með tímanum hefur stíl hljómsveitarinnar breyst. Hún fór frá dauðarokksröddum yfir í melódískari gotneskari stíl um miðbik 10. áratugar 20. aldar. Frá 1997 til um 2002 gerði sveitin tilraunir með melódískara rokk og rafrænni stíl í ætt við Depeche Mode. Platan One Second (1997) náði allnokkrum vinsældum í Þýskalandi og á Norðurlöndum.

Eftir 2005 hóf hljómsveitin afturhvarf til sinna fyrri stíla, dauðadoom og gotnesks málms.

Meðlimir breyta

  • Nick Holmes – söngur (1988–)
  • Gregor Mackintosh – gítar (1988–); hljómborð (1996-)
  • Aaron Aedy – gítar (1988–)
  • Stephen Edmondson – bassi (1988–)
  • Guido Montanarini – trommur (2023–)

Breiðskífur breyta

  • Lost Paradise (1990)
  • Gothic (1991)
  • Shades of God (1992)
  • Icon (1993)
  • Draconian Times (1995)
  • One Second (1997)
  • Host (1999)
  • Believe in Nothing (2001)
  • Symbol of Life (2002)
  • Paradise Lost (2005)
  • In Requiem (2007)
  • Faith Divides Us – Death Unites Us (2009)
  • Tragic Idol (2012)
  • The Plague Within (2015)
  • Medusa (2017)
  • Obsidian (2020)