Paolo Villaggio

ítalskur leikari og rithöfundur

Paolo Villaggio (30. desember 19323. júlí 2017) var ítalskur rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ólánsami skrifstofumaðurinn Ugo Fantozzi sem var leiksoppur bæði valdamikilla stjórnenda og eigin metnaðar. Fantozzi var efni tíu gamanmynda frá 1975 til 1999 en kom upphaflega fram í útvarpsþætti sem Villaggio stýrði árið 1968. 1971 kom út bók með stuttum sögum af ævintýrum Fantozzi sem varð grunnur fyrir handrit fyrstu kvikmyndanna.

Paolo Villaggio
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.