Látbragðsleikur

(Endurbeint frá Pantomime)

Látbragðsleikur (enska: pantomime) er leikhúshefð við uppfærslu á söngleikjum og leikritum. Þessi tegund leikhúss þróaðist í Englandi og þekkist á Bretlandi, Írlandi og í einhverjum mæli í enskumælandi löndum og þá einkum í jólaleikritum og nýársleikritum.

Bókakápa fyrir jólaleikrit (Christmas Pantomime) árið 1890
Leikendur í látbragðsleik sem byggður er á ævintýrinu "Babes in the Woods" árið 1897

Í nútíma látbragðsleik eru ærsl og ýkjur, brandarar og dans. Kynjahlutverkum er gjarnan snúið við (karlleikarar í kvenhlutverkum og öfugt) og oft háð og spé og sagan er oft byggt á þekktu ævintýri eða þjóðsögu. Látbragðsleikurinn er þátttökuleikhús þar sem ætlast er til að áhorfendur syngi með í vissum hlutum verksins og hrópi til leikara.

Heimild

breyta
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.