Stórkettir
(Endurbeint frá Panthera)
Stórkettir (fræðiheiti: Panthera) eru ættkvísl kattardýra sem Lorenz Oken lýsti fyrst árið 1816. Hann setti öll blettótt kattardýr í þennan flokk. Reginald Innes Pocock endurskoðaði flokkunina 1916 með hliðsjón af lagi hauskúpunnar og lét flokkinn ná yfir fjórar tegundir: tígrisdýr (P. tigris), ljón (P. leo), jagúar (P. onca) og hlébarða (P. pardus). Síðari erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að snjóhlébarði (P. uncia, áður Uncia uncia) á heima í þessum flokki.
Panthera Tímabil steingervinga: Síð-Míósen – nútími | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tígrisdýr, ljón, jagúar, hlébarði, snjóhlébarði
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||||||
Panthera pardus Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Núlifandi tegundir | ||||||||||||||
Tígrisdýr, hlébarði, ljón og jagúar eru einu kattardýrin sem geta öskrað. Snjóhlébarðinn öskrar ekki. Getan til að öskra stafar af lögun barkakýlisins.