Suðræni svipuhumar

(Endurbeint frá Palinurus gilchristi)

Suðræni svipuhumar (latína: Palinurus gilchristi) er af flokki krabbadýra og tilheyrir ætt svipukrabba en þeir eru ólíkir hinum eiginlegu humrum (lobster) að því leitinu til að þeir eru með svipur í stað klóa sem þeir nota til að verja sig.

Suðræni svipuhumar (Southern spiny lobster)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia (Dýraríki)
Fylking: Arthropoda (Liðdýr)
Undirfylking: Crustacea (Krabbadýr)
Flokkur: Malacostraca (Stórkrabbar)
Ættbálkur: Decapoda (Skjaldkrabbar)
Innættbálkur: Achelata (Svipuhumar)
Ætt: Palinuridae (Svipukrabbar)
Ættkvísl: Palinurus (Weber, 1795)
Tvínefni
Palinurus gilchristi (Stebbing, 1900)



Heimkynni og lífshættir

breyta
 
Heimkynni suðræna svipuhumarsins (Southern spiny lobster)[1]

Suðræna svipuhumarinn er helst að finna í landgrunni við strendur Suður Afríku og Madagaskar á 55-360 metra dýpi en einnig í Vestur Indlandshafi og Suðaustur Atlantshafi. Hann kann best við sig í hlýjum sjó þar sem hitastig er í kringum 18°C og í grýttu umhverfi þar sem hann getur leitað í var í rifum á milli steina.

Svipukrabbar eru mestmegnis hræætur og er þeirra helsta fæða dýr sem eru auðfengin bráð.

Humarinn notar lyktar- og snertiskyn í tilhugalífinu og fer æxlun fram með óbeinum sæðisflutningi. [2]




Útlit

breyta

Suðræni svipuhumarinn ljósappelsínugulur á lit. Karlhumarinn verður um 16 cm að lengd en kvenhumarinn töluvert lengri, eða um 31 cm. Halinn/ afturbolurinn er um 3-13 cm að lengd, oftast í kringum 6-10 cm. Bygging hans er túbulaga en með flatt bak, skjöldurinn er sívalur. Hann er með stór framhorn fyrir ofan augu, trjónuna annað hvort vantar eða er mjög lítil, langir, sívalir fálmarar sem eru mjög svipulegir. Fætur eru án gripklóa og fremsta par ekki stækkað. Aftari hluti hala er mjúkur og sveigjanlegur. [3]



Veiðar

Veiðar fara mest fram með gildrum, en stundum er hann veiddur í net eða troll.[4] Suðræni svipuhumarinn er nær eingöngu veiddur við strendur S-Afríku af S-Afríkumönnum sem eru ráðandi á markaðnum hvað varðar veiðar á þessum humri. Að meðaltali hefur landaður afli á ári verið tæp 800 tonn síðan árið 1974. Verðmæti aflans í milljónum Bandaríkjadollara (USD) hefur verið rokkandi síðan 1974 en meðalvirði aflans síðustu 15 ár hefur verið i kringum 9 milljón USD per ár. Veiðar, og þar af leiðandi verðmæti, tóku mikla dýfu árin 1980 og svo 2003 þegar verðmæti voru aðeins 0.71 milljón USD[5]

 
Suður Afríka landaður afli í tonnum 1974-2017
 
Verðmæti í milljónum dollara 1974-2014


Heimildir

breyta
  1. Cockcroft, Andrew; Butler, Mark; MacDiarmid, Alison; Wahle, Richard (3. desember 2009). „IUCN Red List of Threatened Species: Southern Spiny Lobster“. IUCN Red List of Threatened Species. Sótt 29. mars 2020.
  2. „Palinurus gilchristi, Southern spiny lobster : fisheries“. www.sealifebase.ca. Sótt 28. mars 2020.
  3. „FAMILY Details for Palinuridae - spiny lobsters“. www.sealifebase.ca. Sótt 29. mars 2020.
  4. „FAMILY Details for Palinuridae - spiny lobsters“. www.sealifebase.ca. Sótt 29. mars 2020.
  5. „Sea Around Us | Fisheries, Ecosystems and Biodiversity“. www.seaaroundus.org. Sótt 29. mars 2020.