Stórkrabbar

(Endurbeint frá Malacostraca)

Stórkrabbar (fræðiheiti: Malacostraca) eru sá stærsti af sex flokkum krabbadýra, með um 40.000 núlifandi tegundir í 16 ættbálkum. Líkamar stórkrabba eru mjög fjölbreyttir, en til þessa flokks teljast meðal annars vatnakrabbar, humrar, krabbar, rækjur, ljósáta, gráloddur, marflær, og margar aðrar óþekktari tegundir. Stórkrabbar finnast alls staðar í hafi og líka sum staðar í ferskvatni og á þurru landi. Þeir hafa liðskipta líkama sem settir eru saman úr 20 (sjaldnar 21) liðum, og skiptast í höfuð, frambol og afturbol.

Stórkrabbar

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Athropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Yfirflokkur: Multicrustacea
Flokkur: Malacostraca
Undirflokkar
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.