Palaíska
Palaíska er útdautt indóevrópskt tungumál af grein anatólískra tungumála. Nafn tungumálsins kemur úr hittísku palaumnili og þýðir "af fólkinu frá Pala". Pala var mjög líklega í norðvestan við aðalsvæði Hittíta. Talið er að hætt hafi verið að nota tungumálið í daglegu tali á 15. öld f.Kr. Palaíska var frekar dæmigert indóevrópskt tungumál.