PlayStation Portable

(Endurbeint frá PSP)

PlayStation Portable (oft stytt í PSP) er leikjatölva í lófastærð frá Sony. Hún er þriðja leikjatölvan í PlayStation-línunni. Aðalnotagildi hennar felst í því að spila tölvuleiki, en hún getur líka spilað kvikmyndir og tónlist sem og að hægt er að tengja hana við internetið. Einnig er hægt að nota Skype til að hringja í aðrar einkatölvur sem hafa sett upp Skype, sem og heimilissíma og farsíma. Leikir og annað, sem hægt er að nota í PSP-tölvunni er selt á Universal Media Disc formi, sem var búið til af Sony sérstaklega fyrir tölvuna. Stærsti samkeppnisaðili PSP er Nintendo DS.

Mynd af PSP-leikjatölvunni (efri) og stærsta samkeppnisaðilanum, Nintendo DS (neðri).

Hugbúnaður

breyta

Notagildi PSP er í stöðugri þróun. Með að uppfæra hugbúnað, svokallað "Firmware", getur framleiðandinn bætt inn forritum og þannig notkunarmöguleikum tölvunnar. Dæmi um nýlegar viðbætur er Skype.

Gagnrýni

breyta

PSP leikjatölvan hefur verið gagnrýnd fyrir það að við hönnun hennar hafi verið hugsað meira um útlit og vélarafl tölvunnar; sem og margmiðlunarefni, en úrval og gæði leikja.

Tengt efni

breyta
   Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.