P.E. Easterling
Patricia Elizabeth Easterling (fædd Patricia Elizabeth Fairfax, 11. mars 1934) er breskur fornfræðingur og sérfræðingur í verkum Sófóklesar.
Ævi og störf
breytaEasterling fæddist í Blackburn og gekk í Blackburn High School. Hún brautskráðist frá Newnham College í Cambridge með gráðu í fornfræði árið 1955. Hún kenndi fyrst við Háskólann í Manchester (1957 – 1958) en síðar kenndi hún fornfræði við Newnham College í Cambridge þar til árið 1987 hún tók við stöðu prófessors í forngrísku við University College London.
Árið 1994 sneri hún aftur til Cambridge og tók við stöðu Regius-prófessors í grísku. Hún settist í helgan stein árið 2001 og var gerð heiðursfélagi á Newnham College.
Árið 1998 var hún gerð að félaga í Bresku akademíunni.
Fræðistörf
breytaEasterling hefur einkum unnið á sviði forngrískra bókmennta og sérstaklega leiklistar. Hún hefur einnig rannsakað varðveislu og arfleifð forngrískra leikrita.
Easterling var aðalritstjóri bókaraðarinnar Cambridge Greek and Latin Classics frá stofnun hennar og hefur gefið út eitt skýringarrit í ritröðinni, Trakynjur Sófóklesar (1982).
Útgefin rit
breytaRitstýrðar bækur
breyta- Sophocles: Trachiniae (1982).
- Greek Religion and Society (ásamt J.V. Muir) (1984).
- The Cambridge History of Classical Literature (ásamt E.J. Kenney)
- The Cambridge Companion to Greek Tragedy (1997).
- Greek and Roman Actors: Aspects of an Ancient Profession (ásamt Edith Hall) (2002).
Greinar
breyta- „The Infanticide in Euripides' Medea“, Yale Classical Studies 25 (1977): 177-191.
- „Constructing the Heroic“ hjá Christopher Pelling (ritstj.), Greek Tragedy and the Historian (Oxford, 1997): 21-37