Pýramídi
(Endurbeint frá Pýramídar)
Pýramídi eða upptyppingur[1] er heiti á strýtulaga mannvirkjum, sem hlaðin eru úr steini. Grunnflöturinn er oftast ferhyrningur eða þríhyrningur. Frægustu pýramdarnir eru taldir vera grafhýsi faraóanna í Egyptalandi. Þeir þróuðust út frá þrepapýramídum sem aftur þróuðust út frá stórum mastöbum úr leirhleðslum. Frægustu þrepapýramídana er að finna í Suður-Ameríku. Pýramída af öllum stærðum og gerðum er að finna í byggingarlist um allan heim frá ýmsum tímum.
Orðið pýramídi er oft notað um fjórflötung, sem er með þríhyrningslaga jafnhliða grunnflöt og hliðarnar eru líka jafnhliða þríhyrningar.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 22. desember 2009.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist pýramídum.