Pýramídi

(Endurbeint frá Pýramídar)

Pýramídi eða upptyppingur[1] er heiti á strýtulaga mannvirkjum, sem hlaðin eru úr steini. Grunnflöturinn er oftast ferhyrningur eða þríhyrningur. Frægustu pýramdarnir eru taldir vera grafhýsi faraóanna í Egyptalandi. Þeir þróuðust út frá þrepapýramídum sem aftur þróuðust út frá stórum mastöbum úr leirhleðslum. Frægustu þrepapýramídana er að finna í Suður-Ameríku. Pýramída af öllum stærðum og gerðum er að finna í byggingarlist um allan heim frá ýmsum tímum.

Pýramídinn mikli í Gísa

Orðið pýramídi er oft notað um fjórflötung, sem er með þríhyrningslaga jafnhliða grunnflöt og hliðarnar eru líka jafnhliða þríhyrningar.

Tilvísanir breyta

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 22. desember 2009.

Tenglar breyta