Pólýfónkórinn og Kórskólinn – Jólalög og kirkjuleg verk
Pólýfónkórinn og Kórskólinn – Jólalög og kirkjuleg verk er geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2010. Um er að ræða disk með 27 jólalögum sem Pólýfónkórinn söng við ýmis tækifæri og tekin voru upp af Ríkisútvarpinu á tímabilinu 1961-1972. Efnið var tekið upp í Kristskirkju, Þjóðleikhúsinu og í Háskólabíói. Í nokkrum laganna syngja nemendur úr Kórskóla Pólýfónkórsins með kórnum. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Bjarni Rúnar Bjarnason sá um endurvinnslu á tónböndum úr safni Ríkisútvarpsins. Myndbandavinnslan & Hljóðriti sá um framleiðslu sem fór fram í Danmörku.
Pólýfónkórinn og Kórskólinn – Jólalög og kirkjuleg verk | |
---|---|
POL.017 | |
Flytjandi | Pólýfónkórinn, Kórskóli Pólýfónkórsins, Ingólfur Guðbrandsson |
Gefin út | Nóvember 2010 |
Stefna | Klassík, jólalög |
Útgefandi | Pólýfónkórinn - Pólýfónfélagið |
Um upptökurnar
breytaÍ bæklingi með geisladiski kemur fram að:
- Lög nr. 1-4 eru tekin upp á jólatónleikum i Kristskirkju í desember 1961.
- Lag nr. 5 er tekið upp í Þjóðleikhúsinu í september 1964, en þar söng Pólýfónkórinn á samkomu Lútherska heimssambandsins.
- Lög nr. 6-15 eru tekin upp í Kristskirkju fyrir sjónvarpsdagskrá með Pólýfónkórnum, sem flutt var 1967 og 1968. Hér er um að ræða safn laga sem kórinn flutti áður á tónleikum og eru til í eldri upptökum.
- Lög nr. 16-17 eru tekin upp í Kristskirkju á tónleikum í maí 1971. Þar syngja Pólýfónkórinn og Kórskólinn saman og einnig víxlsöng.
- Lög nr. 18-19 eru tekin upp í Kristskirkju í maí 1971. Kórskólinn syngur.
- Lög nr. 20-27 voru tekin upp án undirleiks fyrir útvarp í Kristskirkju 1972, en kaflar úr Jólaóratóríu voru fluttir þar á tónleikum með hljómsveit.
Lagalisti
breyta- Bjart er yfir Betlehem
- Frá ljósanna hásal. Adeste fideles
- Upp skepna hver. Lofsöngur
- Hodie, hodie, Christus natus est
- Slá þú hjartans hörpustrengi
- Ljúfur ómur loftið klýfur
- Af himnum ofan boðskap ber
- Það aldin út er sprungið - ⓘ
- Magnum nomen domini
- Coventry carol. Lully lulla - ⓘ
- Ding, dong merrily on high
- Kemur hvað mælt var
- Ó, Jesúbarn blítt
- Gloria in excelsis
- Sof þú barnið blíða, góða
- Canticorum jubilo - ⓘ
- Laudate Dominum
- Rís lofsöngsmál við klið og köll
- Heilig, heilig, heilig
- Hve mun ég mega ganga
- Sjá, barnið kæra, bólið þitt
- Rís morgunelding yfir storð
- Við móðurbarm í kaldri kró
- Af englasveitum
- Vér fögnum komu frelsarans
- Ég sem hef þig augum séðan
- Því fögnum vér að frelsarinn er
Tilvísanir
breyta- ↑ Pólýfónfélagið gaf út plötur kórsins frá stofnun félagsins árið 2006.