Kísilgúr

(Endurbeint frá Pétursmold)

Kísilgúr (barnamold eða pétursmold[1]) er rakadrægt jarðefni sem molnar auðveldlega og breytist í fínt duft sem líkist vikurdufti. Efnið er mjög létt vegna þess hversu gljúpt það er. Samsetning þess er 86% kísiltvíoxíði, 5% natrín, 3% magnesín og 2% járn. Kísilgúr myndar setlög sem eru leifar af skeljum kísilþörungum.

Kísilgúrflaga

Kísilgúr er nýttur í margs konar vörur, þar á meðal í síur, sem mjúkt slípiefni (t.d. í tannkrem), sem rakadrægt efni s.s. í kattasand og sem uppistöðuefni í dýnamíti þar sem hann er látinn draga í sig nítróglyserín.

Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn

breyta

Kísiliðjan var kísilgúrverksmiðja við Mývatn sem stofnuð var árið 1966 í samstarfi íslenska ríkisins og bandaríska fyrirtækisins Johns-Manville Corporation(en). Verksmiðjan var einstök að því leyti að hún vann kísilgúrinn af botni vatnsins en ekki úr uppþornuðum setlögum líkt og sambærilegar verksmiðjur erlendis. Jarðhiti (gufa) var síðan notaður til að þurrka kísilgúrinn og hreinsa hann. Þetta var langmesta notkun jarðhita í iðnaði á Íslandi en verksmiðjan framleiddi um 27 þúsund tonn árlega. Oft var deilt um áhrif verksmiðjunnar á lífríkið í Mývatni, meðal annars á silungastofninn í vatninu. Árið 2000 keypti félag í eigu Straums verksmiðjuna af ríkinu og þáverandi samstarfsaðila. Þá lá fyrir að offramleiðsla var á kísilgúr í heiminum og nauðsynlegt að finna nýja undirstöðu fyrir framleiðsluna. Reynt var að koma á framleiðslu á kísildufti með innfluttu kvarsi en það tókst ekki. Kísiliðjan var því lögð niður árið 2004.

Tilvísanir

breyta
  1. Halldór Laxness; Yfirskyggðir staðir; útg. 1971; bls. 134: „Þessi málmleysíngi hefur frá ómunatíð heitið barnamold eða pétursmold á íslensku. Hvernig stendur á að efnið skuli altíeinu heita kísilgúr.“

Sjá einnig

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvað er kísilgúr og til hvers er hann notaður?“. Vísindavefurinn.
  • Baldur Líndal, Kísilgúrvinnsla (Andvari, 1. Tölublað (01.06.1959), Blaðsíða 51)