Pétur Pan er skáldsagnapersóna úr verkum skoska rithöfundarins J. M. Barrie. Pétur er hrekkjóttur og óstýrilátur ungur drengur sem getur flogið og fullorðnast aldrei. Hann býr í eilífri æsku sinni á galdraeyjunni Hvergilandi þar sem hann er leiðtogi „týndu strákanna“ og lendir í ævintýrum ásamt álfum, sjóræningjum, hafmeyjum, Indíánum og stundum venjulegum börnum úr heiminum utan við Hvergiland.

Mynd af Pétri Pan frá árinu 1907 eftir Oliver Herford.

Pétur Pan er heimsfræg persóna og breskt menningartákn. Auk þess að hafa birst í tveimur verkum eftir Barrie hefur hann birst í fjölda annarra sagnamiðla, m. a. í vinsælli Disney-teiknimynd frá árinu 1953.

Uppruni

breyta

J. M. Barrie notaði Pétur fyrst í bókinni The Little White Bird (1902), þar sem hann birtist sem sjö daga gamalt barn í kaflanum Peter Pan in Kensington Gardens. Eftir að persónan náði vinsældum voru kaflarnir með Pétri gefnir út á ný sem barnabók ásamt myndskreytingum eftir Arthur Rackham.[1] Pétur varð frægur sem titilpersóna leikritsins Peter Pan, or The Boy Who Wouldn't Grow Up sem var frumsýnt þann 27. desember árið 1904 í London. Barrie skrifaði síðar skáldsögu eftir söguþræði leikritsins og gaf út árið 1911 með titlinum Peter and Wendy.

Barrie byggði Pétur á eldri bróður sínum, David, sem hafði látist í slysi aðeins þrettán ára gamall.[2] Barrie og móðir hans ímynduðu sér að David yrði strákur að eilífu.

Tenglar

breyta
  • „Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?“. Vísindavefurinn.

Tilvísanir

breyta
  1. Birkin, Andrew (2003). J.M. Barrie & the Lost Boys. Yale University Press. bls. 47.
  2. Birkin, Andrew. J.M. Barrie and the Lost Boys. Yale University Press, 1986.