Orri Björnsson
Orri Björnsson (f. 1971) er forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs í Reykjanesbæ. Orri hefur leitt uppbyggingu fyrirtækisins frá 2012 sem er eitt öflugasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum.[1] Velgengni Algalífs hefur hlotið mikla innlenda[2][3][4] og alþjóðlega umfjöllun.[5][6][7] Bæði Orri og Algalíf hafa hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir árangursríka nýsköpun í grænni líftækni.[8][9][10]
Orri er fæddur í Reykjavík árið 1971 en flutti ungur til Hafnarfjarðar. Hann hefur búið og starfað víða um heim þar sem hann leiddi ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum.[11] Hann var einnig um skeið sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna.[12]
Orri hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gengt fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn bæði í Hafnarfirði[13] og á landsvísu.
Í bæjarmálum hefur hann gengt formennsku í ýmsum starfshópum, ráðum og nefndum, auk starfa í bæjarstjórn.[14] Þá var Orri einnig um árabil fulltrúi Hafnfirðinga og Sjálfstæðisflokksins í stjórn HS Veitna.[15] Stuðningsmenn Orra halda út vefsíðunni www.xorri.is þar sem lesa má um áherslur hans í stjórnmálum.
Orri var lengi í forystusveit íslensku glímuhreyfingarinnar en hann er liðtækur glímumaður og vann Grettisbeltið árið 1994. Á yngri árum var hann í Gettu betur liði Flensborgar og hann keppti fyrir hönd Hafnarfjarðar í spurningaþættinum Útsvari á RÚV.[16]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Algalíf 25 milljarða virði?“. www.mbl.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Ritstjórn. „Frumkvöðlakraftur skapar eitt öflugasta líftæknifyrirtæki landsins“. www.frettabladid.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Algalíf vottað kolefnishlutlaust - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Sú fullkomnasta sinnar tegundar“. www.mbl.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Adzo, Kossi (13. febrúar 2021). „Algalíf - The Company Where Sustainability is a Way of Life“ (bandarísk enska). Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Algalif Iceland - Leading a Young Industry“. Business Focus Magazine (enska). 17. maí 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Tomorrow's green raw material“. SCHOTT Innovation (bandarísk enska). 13. október 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Awards“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Vaxtarsproti ársins er 1939 Games sem sextánfaldaði veltu“. Samtök iðnaðarins - íslenskur iðnaður. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Biotechnology Awards 2021“. www.ghp-news.com. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Athafnamaðurinn og hörkutólið Orri Björnsson: „Að vinna Grettisbeltið var auðvitað hápunkturinn"“. Mannlíf.is. 19. október 2021. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Segðu mér - Orri Björnsson forstjóri Algalífs | RÚV Sjónvarp“. www.ruv.is. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Um Orra – xorri.is“ (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „Ráð og nefndir“. Hafnarfjörður. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ „HS veitur hf, aðalfundur 2018 — Planitor“. www.planitor.io. Sótt 7. febrúar 2022.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 7. febrúar 2022.