The Devil's dictionary

(Endurbeint frá Orðabók Andskotans)

The Devil's dictionary eða Orðabók Andskotans (í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar) er ritverk og orðabók eftir Ambrose Bierce og er samantekt orðútskýringa sem hann gaf út í vikublaðinu Wasp 1881-1906. Bókin kom fyrst út sem „Orðskviðir hundingjans“ 1906 en hlaut síðar sitt þekkta heiti. Bækur í svipuðum stíl hafa verið gefnar út, t.d. The Computer Contradictionary. Mikil launhæðni (og hreinskilni jafnvel) er fólgin í orðaútskýringunum og þykja þær almennt hnyttnar.

Dæmi um orðútskýringar:

  1. Einsamall; í slæmum félagsskap.
  2. Ræningi; hreinskilinn athafnamaður.
  3. Fallbyssa; tæki notað til leiðréttinga á landamæravillum.

Auk skilgreininga er að finna ljóð og mistúlkaðar goðsagnir.

Tenglar

breyta