IMOCA 60
(Endurbeint frá Open 60)
IMOCA 60 er gerð 60 feta langra kappsiglingabáta sem samtökin International Monohull Open Class Association (IMOCA) hafa umsjón með. Bátarnir eru hannaðir fyrir einmenningssiglingu á opnu hafi og eru notaðir í keppnum eins og Vendée Globe og VELUX 5 Oceans Race. IMOCA 60 er ekki einsleit gerð heldur hönnunarstaðall sem heimilar hvaða hönnun sem er sem uppfyllir tiltekin skilyrði. Skilyrðin hafa þróast í gegnum tíðina til að auka öryggi keppenda. Þessi gerð var fyrst búin til árið 1991 og varð alþjóðlega viðurkennd keppnisgerð árið 1998.