Olivia Newton-John (fædd 26. september 1948 í Cambridge á Englandi, hún lést í Kaliforníu 8. ágúst 2022) var áströlsk söng- og leikkona. Fjölskyldan flutti til Melbourne árið 1954. Ung að aldri sýndi Olivia mikinn áhuga á söng og strax 12 ára að aldri sigraði hún söngvakeppni sem haldin var í skólanum hennar. 17 ára gömul kom hún fram í kvikmyndinn Funny Things Happen Down Under og söng þar lagið Christmas Time Down Under. Árið 1977 lék hún svo í dans og söngvamyndinni Grease en þar lék hún á móti John Travolta.

Olivia Newton-John, 1988
Olivia Newton John. 2012.

Olivia lést árið 2022 en hún hafði glímt við brjóstakrabbamein. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Olivia Newton-John látin Vísir, sótt 8/8 2022
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.