Ofnhanski
Ofnhanski er hanski eða vettlingur úr efni sem einangrar hita. Hann er vanalega notaður í eldhúsi á sama hátt og pottaleppar til að vernda hendur fyrir hita frá ofni, eldavél eða áhöldum við eldun og bakstur. Nýrri gerðir af ofnhönskum eru oft úr silikoni.