Hanski er hlífðarfatnaður sem notaður er utan um fingur og hendi og er sniðið og saumað sérstaklega utan um hvern fingur. Ef hins vegar allir fingur neman þumall eru á sama stað þá heitir flíkin belgvettlingur. Hanskar hlífa við hita eða kulda og veita vörn gegn skrámum og núning eða efnum eða sjúkdómum. Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu notar oft einnota hanska úr latex, nitrile gúmmí eða vinyl af hreinlætisástæðum og til að forðast smit. Lögreglumenn nota hanska við rannsókn glæða til að hindra að sönnunargögn eyðileggist. Glæpamenn nota hanska til að skilja ekki eftir fingraför.

Einnota hanski úr gerviefni