Oföndun
Oföndun er djúp og hröð öndun sem lýsir sér í því að magn koltvísýrings í blóði fer niður fyrir eðlileg mörk. Líkaminn tekur ekki upp meira súrefni við oföndun en það tapast meiri koltvísýringur við útöndun og blóðið missir sýru. Of lágt sýrustig í blóði veldur því að æðar í heila dragast saman og heilinn fær minna súrefni.
Einkenni
breytaOföndun getur valdið eínkennum eins og svima og sundli, og léttleikatilfinningu í höfði og yfirliði, doða og sting í útlimum og brjóstverk.
Orsakavaldar
breytaStreita og álag geta valdið oföndun. Oföndun getur komið fram við að blása upp vindsæng eða blása upp margar blöðrur. Ýmsir lungnasjúkdómar geta valdið oföndun.
Afleiðingar
breytaOföndun getur verið hættuleg við ákveðnar aðstæður. Talið er að oföndun og ofkæling eigi þátt í því að margir sundmenn drukkna þó þeir séu nærri landi.