Endeavour (geimskutla)
(Endurbeint frá OV-105)
Geimskutlan Endeavour (auðkenni: OV-105) er úrelt geimskutla sem smíðuð var undir geimskutluáætlun NASA. Endeavour var fimmta og síðasta geimskutlan sem smíðuð var undir áætluninni. Hún fór í fyrstu geimferð sína í maí 1992 en 25. og síðasta geimferð skutlunnar var í maí 2011. Bandaríkjaþing féllst á smíði skutlunnar árið 1987 en hún átti að koma í stað Challenger sem eyðilagðist árið 1986.
Skutlan er nefnd eftir breska skipinu HMS Endeavour, sem kafteinn James Cook sigldi á í fyrstu sjóferð sinni árin 1768–1771.