Ákæra
Ákæra er formleg ásökun um afbrot sem gefin er út af ákæruvaldi og birt fyrir sakborningi. Birting ákæru markar upphaf sakamáls fyrir dómi og kemur í kjölfar rannsóknar lögreglu á meintu broti. Misjafnt er eftir löndum hverjir fara með ákæruvald en yfirleitt eru það sérstakir saksóknarar eða lögreglustjórar. Almennt er reglan sú að lögregla og ákæruvald á að rannsaka og ákæra að eigin frumkvæði vegna brota sem þau komast á snoðir um en stundum er ákæra vegna vægari brota háð því að brotaþoli kæri brotið til lögreglu.
Stefna er hliðstæða ákæru í einkamálum.