Novaja Zemlja (rússneska: Но́вая Земля́) er eyjaklasi í Arkhangelsk-fylki í Norður-Rússlandi. Eyjan er í Norður-Íshafi og er þar austasti punktur Evrópu; Flíssíngskíj-skagi. Íbúar eru um 2500 (2010), flestir í bænum Belúshja Gúba. Eyjaklasinn skilur að Barentshaf og Karahaf.

Lega eyjunnar.
Novaja Zemlja. Gervihnattamynd.

Novaja Zemlja skiptist í Severníj-eyju að norðan sem er hulin jökli að mestu og Júzhníj-eyju að sunnan sem hefur freðmýri, ásamt smærri eyjum. Miðja eyjanna tveggja er hálendi en þær eru taldar vera framhald af Úralfjöllum. Flatarmál er 90.650 ferkílómetrar og hæsti punktur er 1.547 metrar.

Ísbjörn, selur, rostungur, heimskautarefur og hreindýr eru helstu landspendýr. Gæs, önd og svanur eru meðal landfugla. Sjófuglar eru meðal annars álka og langvía.

Í kalda stríðinu var þar herstöð og kjarnorkutilraunir. Stærsta kjarnorkusprengja sem hefur verið sprengd Tsar-sprengjan var sprengd í nágrenni eyjaklasans árið 1961.

Heimild

breyta