Notting Hill
hverfi í Vestur-London á Englandi
- Fyrir kvikmyndina má sjá Notting Hill (kvikmynd).
Notting Hill er hverfi í Vestur-London í Englandi. Það er nálægt norðvesturhorni Kensington Gardens í borgarhlutanum Kensington og Chelsea. Notting Hill er fjölþjóðlegt hverfi, þekkt fyrir Notting Hill-karnivalið, hátíð sem haldin er þar árlega. Þar er líka Portobello Road-markaðurinn. Kvikmyndin Notting Hill með Juliu Roberts og Hugh Grant gerist í hverfinu.
Í Notting Hill eru mörg viktoríönsk raðhús og þar þykir eftirsóknarvert að búa. Það eru líka margar eðalverslanir og veitingarhús, sérstaklega við Westbourne Grove.