Notandi:UnnurAgnes/sandkassi
Menningarstríðin í Bandaríkjunum er myndlíking notuð yfir pólitískan ágreining í Bandaríkjunum vegna ólíkra menningarlegra gilda. Þetta fjallar um ólík gildi sem grundvallast á skoðunum íhaldssamra á móti frjálslyndara. James Davison Hunter skrifaði bók um málefnið árið 1991, Culture Wars: The Struggle to define America. Bókin segir frá því hversu mikil togstreyta einkenndi amerísk stjórnmál og menningu. Þar sem mörg málefni er erfitt að ræða um án þess að það komi mikill hiti í samræðurnar. Þessi mál eru t.d. eignarhald á byssum, fóstureyðingar, samkynhneigð, kirkja og ríki og margt fleira. Fólk skiptist oft upp í tvær fylkingar, með eða á móti. Hunter heldur því fram að fólk tekur afstöðu út frá hugmyndafræðilegri heimssýn frekar en út frá trú, þjóðerni, stétt eða jafnvel afstöðu þeirra gangvart stjórnmálum. [1]
Boogaloo hreyfingin eða Boogaloo Bois er breiður hópur af hægri – öfgasinnuðum mönnum, sem sumir tengjast hvítri yfirráðastefnu og nýnasisma. Þeir eru á móti vinstri sinnuðum pólitískum andstæðingum sem eru hlynntir því að stjórnvöld herði reglur varðandi vopnaburð og byssulöggjöf. Boogaloo Bois eru mjög á móti löggæslu og yfirvaldi, hreyfingin hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Bandaríkjanna verði steypt af stóli með nýrri borgarastyrjöld. Hópurinn var ekki áberandi fyrr en 2020, í kjölfar morðins á George Floyd, þegar spruttu út mótmæli víða um Bandaríkin gegn lögregluofbeldi. Boogaloo Bois vilja meina að þeir standi með Black Live Matter hreyfingunni. Black Lives Matter hreyfingin eru að mótmæla lögregluofbeldi sem hallar á kynþátt svarta. Boogaloo Bois mættu einmitt á þau mótmæli víðsvegar um Bandaríkin en hafa aldrei gefið út að lögregluofbeldið sé rasískt vandamál. Meðlimir hreyfingarinnar nýttu mótmælin til að ráðast á löggæslu og ögra yfirvaldinu. Þeir eru þekktir fyrir að ganga um með byssur, í skotheldu vesti og oft í Hawaii skyrtum undir öllum búnaðinum.[2]
Boogaloo Bois vilja fjötralaus byssuréttindi og mótmæla eiginlega öllum hugmyndum varðandi herta byssulöggjöf. Vopnaburður er lykilatriði hjá Boogaloo Bois og vilja alls ekki missa nein réttindi til að bera byssur, þeir vilja enga fjötra í þeim málum.[3] Síðan 2019 hafa allavega 31 meðlimir Boogaloo hreyfingarinnar verið handteknir og 5 dauðsföll hafa verið tengd við hreyfinguna. Ástæða handöku hjá meðlimum og sakarefni hafa verið vegna hlutdeildar í morðum, samsæri vegna skemmda ýmist vegna íkveikju og sprengjum, vopnaburð með óskráðum vopnum sem þeir voru ekki með leyfi til að bera. Ásamt því að hefja óreiðir, óspektir og bera fíkniefni. [4]
Demókratar vilja setja á byssulöggjöf og að fólk skrái byssurnar sínar. Einnig vilja þau banna það að alríkissjóður styrki það að kennarar gangi með byssur í skólum og læri að taka skotvopn af árásarmanni. Repúblikar vilja hinsvegar borga kennurum bónus fyrir að ganga með byssur.[5] 64% Demókratar segja að ef ferlið til að kaupa sér skotvopn væri erfiðara að fá byssur í Bandaríkjunum væru færri skotárásir í landinu. Einugis 27% Repúblikar eru sammála því.[6]
[1] "Menningarstríðin (Bandaríkin)". Wikipedia. Retrieved November 23, 2020.
[2] Goggin, Benjamin; Greenspan, Rachel E. (June 3, 2020). "Far-right civil war accelerationists called the Boogaloo Bois are appearing at protests around the country with guns and Hawaiian shirts". Business Insider. Retrieved November 23, 2020.
[3] Beckett, Lois (July 8, 2020). "White supremacists or anti-police libertarians? What we know about the 'boogaloo'". The Guardian. Retrieved November 23, 2020.
[4] Weill, Kelly (October 9, 2020). "Sixteen 'Boogaloo' Followers Have Been Busted in 7 Days". The Daily Beast. Retrieved November 23, 2020.
[5] "Biden vs. Trump." Education Votes. Retrieved November 23, 2020.
[6] Oliphant, Baxter (June 23, 2017) "Bipartisan support for some gun proposals, stark partisan divisions on many others". Pew Research Center. Retrieved November 23, 2020.