Notandi:ETV96/sandbox

Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha)
[[image:
Hnúðlax
|200px|Hnúðlax]]
Hnúðlax
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Oncorhynchusl
Tegund:
S. alpinus

Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha) er lax tegund sem á ættir sínar að rekja í kyrrahafið. Hnúðlax er einnig þekktur undir nafninu Bleiklax. Hnúðlax er algengasta og fjölmennasta laxategundin á Kyrrahafs svæðinu.

Einkenni

Nafnið Hnúðlax má draga af hnýði sem myndast á baki kynþroska hængs. Einnig eru hængarnir auðþekkjanlegir á húði þessum. Hryggnan þekkist á fíngerður hreisturs gerð og hringlaga dökka betti á sporðblöðkum, hryggnunni er stundum ruglað saman við atlandshafs lax, en þó er áberandi munur ef vel er að gáð.

Lífsferill

Hnúðlax er sá lax sem hefur stysta lífsferil af löxum í kyrrahafinu eða um 2 ár frá hrogni til kynþroska lax. Hnúðlax er fremur lítill og er meðal þyngd frá 1,75 kg til 2,5 kg, þó eru alltaf undantekningar og fynnast laxar kringum 6 kg. Hnúðlaxar eru ólýkir Atlandshafs laxinum að því leiti að Hnúðlaxar hryggna neðst í ám á meðan Atlandshafs laxinn ferðast oft langt upp með ánni til að hryggna. Hnúðlax er mjög sjógengur í eðli sínu og gengur hann strax til sjávar eftir að hann kemur úr eggjunum. Hnúðlax lyfir ekki eftir hrygningu svo segja má að líf þeirra sé fremur stutt.


Útbreyðsla í Evrópu

Hnúðlax lifir í Kyrrahafinu eins og kom fram áðan og er hann mest veidda laxa tegund N-Kyrrahafs. Þó má finna hnúðlax flækjast um í evrópu en koma þeir að öllum líkindum frá Rússlandi. Í Rússlandi voru gerðar tilraunir til að sleppa hnúðlaxa seiðum í ár á kolskaga, Eftir nokkrar tilraunir varð til sjálfbær laxastofn á Kolskaga og er talið að hann hafi dreift sér að einhverju leyti. Talið er að hnúðlax sé að ná sér fótfestu í nokkrum ám í Noregi. Sá Hnúðlax sem veiðist á íslandi er talinn koma frá Noregi. Lítið veiðist af Hnúðlax á íslandi en þó veiðast nokkrir á ári sem eru taldir flækingar. Á Íslandi er Atlandshafs lax eini sjálfbæri laxastofninn.

Tilvísanir

Gunnar Jónsson 1983. Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfan, Reykjavík 519 bls.

Þór Guðjónsson 1961. Occurrence of Pink Salmon (Onchorhyncus gorbucha) in Iceland in1960 and 1961. ICES. Salmon and trout committee. 4 p.