Norrænar orkurannsóknir
Norrænar orkurannsóknir (Nordisk Energiforskning) er norræn stofnun sem fjármagnar orkurannsóknir á Norðurlöndunum og nálægum svæðum. Stofnunin er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.
Norrænar orkurannsóknir eiga sinn uppruna í verkefnum á sviði orkurannsókna innan Norræna rannsóknarráðsins (nú NordForsk) sem hófust um miðjan níunda áratuginn. Stofnunin sjálf var sett á fót 1999 og aðsetur hennar eru í Osló.
Tenglar
breyta- Vefsíða Norrænna orkurannsókna Geymt 6 maí 2010 í Wayback Machine (á norsku)
- Um Norrænar orkurannsóknir á Norden.org[óvirkur tengill] (á íslensku)