Norræna varnarbandalagið
Norræna varnarbandalagið var hugsanlegt samstarf milli Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála sem rætt var um að stofna eftir Síðari heimsstyrjöld. Kalda stríðið, Samstarfssamningur Finnlands og Sovétríkjanna 1948 og innganga Noregs og Danmerkur í NATO 1949 urðu til þess að bandalagið varð aldrei að veruleika.