Normaldreifing
Normaldreifing, einnig kölluð Gauss-dreifing eftir Carl Friedrich Gauss, er dreifilíkan sem sýnir áætlaða dreifingu tölulegra upplýsinga úr stóru úrtaki (t.d. einkunna í stórum bekk, hæð eða þyngd fólks), og gegnir mikilvægu hlutverki í ýmsum fræðum. Einnig er talað um normalkúrfu, þar sem skírskotað er til grafsins sem sýnir dreifinguna. Höfuðsetning tölfræðinnar segir að fyrir nægilega mörg tilfelli munu öll gögn normaldreifast.
Þéttleikafall | |
Dreififall | |
Ritháttur | |
---|---|
Stikar | staðsetningarstiki (rauntala) |
Stoð | |
Þéttleikafall | |
Dreififall | |
Brotmark | |
Væntigildi | |
Miðgildi | |
Tíðasta gildi | |
Dreifni | |
Skeifni | |
Reisn | |
Óreiða | |
vægisframleiðandi fall | |
Kennifall |
Normalkúrfan hefur þá eiginleika að meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi stakanna sem hún lýsir eru öll í miðju hennar, þ.e. er sama talan. Það sem veitir kúrfunni notagildi er að ávallt er jafnstórt hlutfall staka innan tiltekins fjölda staðalfrávika frá meðaltalinu. Þannig eru um 68,26% stakanna innan bilsins frá mínus einu upp í plús eitt staðalfrávik frá meðaltalinu, um 95,44% staka eru innan ± tveggja staðalfrávika frá meðaltali og 99,72% innan ± þriggja.
Z-gildi
breytaHægt er að umbreyta mælingum sem fylgja normalkúrfunni í svonefndar staðaleinkunnir, einnig kallaðar z-gildi. Staðaleinkunn greinir frá því hver staða mælingar er gagnvart normalkúrfunni. Z-gildi eru í raun staðalfrávik; +1z táknar þannig eitt staðalfrávik fyrir ofan meðaltal, og -2z táknar tvö staðalfrávik fyrir neðan meðaltal.
Formúlan fyrir staðaleinkunninni er
,
þar sem x er mælingin sem á að breyta í z-einkunn, en x̅ er meðaltal allra mælinganna og S staðalfrávik þeirra.
Normalkúrfa sem er mæld í z-gildum, þar sem staðalfrávik er 1 og meðaltal er 0, kallast stöðluð normalkúrfa.