Miðgildi
Miðgildi er ein aðferð til að finna út miðsækni í þýði. Aðferðin gengur út á það að öllum tölunum er raðað á talnabil eftir vægi gildisins. Talan sem er nákvæmlega í miðjunni á talnabilinu er síðan miðgildið. Séu tvær tölur í miðjunni er miðgildið meðaltal þeirra beggja.
Miðgildi er eingöngu áreiðanlegt sé talnabilið í normalkúrfu. Einnig er notuð sú aðferð að reikna út tíðasta gildið í þýði.