Norðeyjagöngin

neðansjávargöng í Færeyjum
(Endurbeint frá Norðureyjagöngin)

Norðeyjagöngin (færeyska: Norðoyatunnilin) eru neðansjávargöng um 6300 metra löng og ná 150 metra undir sjávarmáli. Göngin tengja saman Klakksvík á Borðey og Leirvík á Austurey, og þar með Norðeyjar við Austurey og óbeint við Straumey og Voga. Norðeyjagöngin voru opnuð þann 29. apríl 2006. Þau voru lengstu göng Færeyja þar til Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020.

Munni Norðureyjaganganna í Leirvík

Tengill

breyta