Norðurey (Nýja-Sjáland)

(Endurbeint frá Norðurey (Nýja-Sjálandi))

Norðurey (Maóríska: Te Ika-a-Māui) er ein af tveimur aðaleyjum Nýja Sjálands. Íbúar eru 3.596.200 talsins (2016).

Norðurey.
Svæðaskipting.
Helstu þéttbýlisstaðir.

Helstu þéttbýlisstaðir eru: Whangarei, Auckland, Hamilton, Tauranga, Rotorua, Gisborne, New Plymouth, Napier, Hastings, Whanganui, Palmerston North og höfuðborgin Wellington. Um 77% íbúa landsins búa á eyjunni.

Svæðaskipting breyta

  • Northland
  • Auckland
  • Waikato
  • Bay of Plenty
  • Gisborne
  • Taranaki
  • Manawatu-Wanganui
  • Hawkes Bay
  • Wellington

Landafræði og náttúrufar breyta

Norðurey er aðskilin Suðurey með Cook-sundi. Stærð hennar er 113.729 ferkílómetrar (14. stærsta eyja heims)Northland-skagi er nyrst á eyjunni og Taupo-vatn (616 km2) á henni miðri. Tongariro-þjóðgarðurinn og Waipoua Kauri-þjóðskógurinn eru helstu vernduðu svæðin. Á eyjunni eru laufskógar og þar á meðal með þjóðartrénu kauri. Eldvirkni er á eyjunni og er þekktasta eldfjallið Rúhapehú-fjall sem er jafnframt hæsti punkturinn; 2797 metrar. Annað eldfjall Taranaki-fjall er 2512 metra há eldkeila. Taumatawhakatangihangakoauauotamateaturipukakapikimaungahoronukupokaiwhenuakitanatahu er lengsta staðarnafn í enskumælandi landi.


 
Á eldfjallasléttunni um miðbik eyjunnar.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „North Island“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. feb. 2017.