Norður-Ossetía
Hnit: 43°12′00″N 44°12′00″A / 43.20000°N 44.20000°A
Norður-Ossetía (rússneska: Респу́блика Се́верная Осе́тия–Ала́ния; ossetíska: Республикæ Цæгат Ирыстон — Алани) er fylki í Kákasusfjöllum í Rússlandi, við landamærin að Georgíu.

Kort sem sýnir staðsetningu Norður-Ossetíu innan rússneska sambandsríkisins
Fylkið er um 8.000 ferkílómetrar að flatarmáli og fólksfjöldi árið 2002 var 710.275. Ossetar eru fjölmennasta þjóðarbrotið og tala íranskt tungumál. Þar á eftir fylgja rússar.