Nokia 3310

(Endurbeint frá Nokia 3320)

Nokia 3310 er GSM farsími sem framleiddur var af finnska farsímaframleiðandanum Nokia. Síminn kom á markaðinn árið 2000 og seldist mjög vel, yfir 120 milljónir eintök voru seld samtals. Nokkrar útgáfur 3310 voru seldar: Nokia 3315, 3320, 3330, 3350, 3360, 3390 og 3395.

Nokia 3310 sími í bláu

Hönnun

breyta

3310-síminn er smár en þungur (133 g) með 88 × 48 svarthvítum skjá. Það er líka til léttari tegund sem vegur 115 g en sú tegund hefur ekki svo marga eiginleika. Síminn er ávalur en ferkantaður kassi sem er oft hafður í lófanum og tökkunum er stýrt með þumalfingri. Blái takkinn er aðaltakkinn og notaður til að velja valkosti en „C“ takkinn er notaður til að fara til baka eða framkalla aðgerð. Svo eru „upp“ og „niður“ takkar sem notaðir eru til að fara upp og niður í valmyndum. Slökkt er á símanum með stífum takka sem er að finna ofan á honum.

Eiginleikar

breyta

3310-síminn er vel þekktur fyrir eiginleika sína. Meðal þeirra eru reiknivél, skeiðklukka og áminningarforrit. Honum fylgja fjórir leikir: Snake II, Pairs II, Space Impact og Bantumi. Hann var vinsæll fyrir smáskilaboð þar sem hann gerði notendum kleift að senda skilaboð sem voru þrisvar sinnum lengri en venjuleg smáskilaboð eða 459 stafir. Hann var líka með möguleika að flokka smáskilaboð eftir sendara í samtölum. Með honum er líka hægt að hringja í einhvern með að segja nafn hans.

Sérsníðing

breyta

Hægt er að sérsníða Nokia 3310-símann með umskiptanlegum hlífum og þúsundir hlífa hafa verið framleiddar af mörgum fyrirtækjum. Hann er með 35 hringitónum innbyggðum og hægt er að bæta við allt að sjö hringitónum í viðbót. Það er annaðhvort hægt að sækja þá í tölvu eða búa þá til í símanum með forriti. Það er hægt að breyta uppsetningu símans hratt með því að vista stillingar í svökölluðu „prófílum“. Til dæmis er hægt að slökkva á öllum hljóðum með að skipta um prófíl. Það er hægt að nota mynd sem móttekin var í smáskilaboðum sem skjámynd. Síminn getur líka verið stilltur þannig að áminning birtist á skjánum þegar kveikt er á honum.

Heimild

breyta