Gíbraltarsund
(Endurbeint frá Njörvasund)
Gíbraltarsund (sem á íslensku hefur verið nefnt Stólpasund eða Njörvasund) er sund sem skilur Atlantshafið frá Miðjarðarhafinu. Norðan sundsins er Gíbraltarhöfði og Spánn í Evrópu, en sunnan þess er Marokkó í Afríku. Breidd sundsins er um 14 km og dýpið er allt að 300 m.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gíbraltarsundi.