Nicolas Mignard (7. febrúar 160620. mars 1668) var franskur listmálari. Hann var bróðir listmálarans Pierre Mignard og fæddist í Troyes. Hann varði tveimur árum í námsferð á Ítalíu þar sem hann tileinkaði sér verk Annibale Carracci og Francesco Albani. Eftir það setti hann upp vinnustofu í Avignon. Árið 1660 boðaði Mazarin kardináli hann til Parísar þar sem Loðvík 14. fékk hann til að skreyta hluta Tuileries-hallar.

Portrett af Molière eftir Nicolas Mignard frá 1658.
  Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.