Nevers

sveitarfélag í Frakklandi
(Endurbeint frá Nebirnum)

Nevers (latína: Noviodunum, síðar Nevirnum og Nebirnum) er sveitarfélag í miðju Frakklandi í sýslunni Nivernais og umdæminu Nièvre á bökkum fljótsins Loire. Íbúar eru rúm fjörutíu þúsund.

Nevers

Bæjarins er getið í rómverskum heimildum frá innrás þeirra í Gallíu. Júlíus Sesar gerði bæinn að birgðastöð. Edúar voru Keltar sem bjuggu þar. Eftir ósigur Sesars í orrustunni við Gergóvíu 52 f.Kr. brenndu þeir bæinn og rændu því sem þeir gátu. Í Leiðarlýsingu Antonínusar frá 3. öld er bærinn kallaður Nevirnum. Við lok 5. aldar varð bærinn biskupsdæmi.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.