Biskupsdæmi
Biskupsdæmi er kirkjuleg stjórnsýslueining þar sem biskup starfar og sér um allar kirkjurnar á svæðinu. Biskupsdæmi er hugtak sem er notað í kaþólsku kirkjunni, biskupakirkjunni og lúthersku kirkjunni. Gamalt orð sem er haft um biskupsdæmi er stifti. Biskupsdæmi skiptast í sóknir.