Nautgripur

(Endurbeint frá Naut)

Nautgripur (fræðiheiti: Bos taurus) er klaufdýr af ættkvíslinni Bos. Nautgripir eru jafnframt jórturdýr. Carolus Linnaeus skilgreindi ættkvíslina sem þrjár ólíkar tegundir, Bos taurus sem evrópsku nautgripina, Bos indicus sebúinn og loks úruxinn, Bos primigenius, sem er útdauð tegund frum-evrópskra nautgripa.

Nautgripur
Norsk NRF kýr
Norsk NRF kýr
Ástand stofns
Húsdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Slíðurhyrningar (Bovidae)
Undirætt: Bovinae
Ættkvísl: Bos
Tvínefni
Bos taurus
Linnaeus (1758)

Nafngiftir

breyta

Nautgripir eða stórfé er nafn yfir alla hjörðina eða dýr í fleirtölu. Karldýrin kallast naut, tarfur eða tuddi á meðan kvendýrin nefnast kýr. Afkvæmi kúnna eru kálfar, og skiptast þeir í kvígukálfa og nautkálfa.

Kvígur kallast eldri kálfar, sérstaklega þegar þær hafa fengið í sig kálf. Kvígur sem hafa borið einu sinni kallast fyrsta-kálfs-kvígur en eftir annan burð falla þær undir skilgreininguna kýr. Gelt naut kallast uxi eða geldingur á meðan graðnaut kallast griðungur.

Lífeðlisfræði

breyta
 
Bleikskjöldótt kýr með nautkálfi

Þar sem nautgripir eru jórturdýr þá melta þeir tugguna í tveimur skrefum. Kýr hafa fjóra magasekki sem kallast keppur, laki, vinstur og vömb. Gripirnir jórtra með því að elgja upp lítið meltri tuggu (þ.e.a.s. selja henni upp í munnholið), tyggja hana þá aftur og kyngja henni síðan enn á ný og þá taka bakteríur vambarinnar við og brjóta niður trénið í átunni.

Kýrnar ganga 9 mánuði með kálfinn en fæðing kálfsins kallast burður.

Tenglar

breyta