Nasaret

(Endurbeint frá Natzrat)

Nasaret (hebreska נָצְרַת Natzrat eða Natzeret; arabíska اَلنَّاصِرَة‎ an-Nāṣira eða an-Naseriyye) er stærsta borgin í Norðurumdæmi Ísraels og þekkt sem „arabísk höfuðborg Ísraels“ þar sem meirihluti íbúa eru arabar, þar af um 70% múslimar og um 30% kristnir. Íbúar eru rúmlega 80.000 talsins. Í Nýja testamentinu er Nasaret lýst sem heimabæ Jesú og því er borgin vinsæll viðkomustaður kristinna pílagríma.

Frá Nasaret
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.