Ryukyu-eyjar

(Endurbeint frá Nansei-eyjar)

Ryukyu-eyjar (琉球諸島 Ryūkyū-shotō), oftar kallaðar Nansei-eyjar á japönsku (南西諸島 Nansei-shotō „suðvestureyjar“), eru japanskur eyjaklasi sem breiðist út í suðvesturátt frá KyushuTaívan. Eyjaklasinn samanstendur af nokkrum smærri eyjaklösum, nefnilega Ōsumi-, Tokara-, Amami-, Okinawa-, Sakishima-eyjum (sem skiptast í Miyako- og Yaeyama-eyjum). Syðsta eyjan í klasanum er Yonaguni. Stærri eyjarnar í klasanum eru eldfjallaeyjar en þær smærri eru flestar kóraleyjar. Stærsta eyjan heitir Okinawa.

Ryukyu-eyjar

Í Ryukyu-eyjunum er hitabeltisloftslag, sem er ýmist heittemprað eða nær því að vera miðbaugsloftslag. Eyjarnar eru vætusamar og sæta miklum áhrifum rigningatíma og fellibylja. Eyjarnar utan við Tokana-sund eru umkringdar kóralrifum.

Íbúar nyrstu eyjuklasanna, Ōsumi og Tokara, eru ættaðir af Japönum, tilheyra japanska menningarheiminum og tala japanska mállýsku sem heitir kagoshima. Frumbyggjar Amami-, Okinawa-, Miyako- og Yaeyama-eyja heita Ryukyu-búar og voru einu sinni undir konungsveldinu Ryukyu. Ryukyu-málin voru sögulega töluð í þessum eyjum og eru mjög fjölbreytt en stærri eyjarnar höfðu sín eigin mál. Í dag er japanska ríkjandi mál í þessum eyjunum en Okinawa-mállýskan er hvað útbreiddust.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.