Átökin á Norður-Írlandi

(Endurbeint frá Na Trioblóidí)

Átökin á Norður-Írlandi eða í daglegu tali Vandræðin[1][2] (írska: Na Trioblóidí, enska: The Troubles) áttu sér stað á seinni hluta 20. aldar og snérust um þjóðernishyggju. Átökin hófust á sjöunda áratugnum og þeim er talið hafa lokið á tíunda áratugnum við undirskrift Föstudagssáttmálans árið 1998. Síðan þá hefur verið friður á Norður-Írlandi.[3]

Breski herinn í Belfast árið 1981.

Átökin eiga uppruna sinn í klofningi eyjunnar Írlands árið 1920. Ólíkt annars staðar á eyjunni, þar sem sjálfstæðissinnaðir kaþólikkar voru í meirihluta, voru mótmælendur sem vildu halda sambandi við Bretland í meirihluta í norðursýslum eyjunnar.[3]

Heimildir breyta

  1. Sunna Ósk Logadóttir (20. júlí 2017). „Múrar enn á vígvelli Vandræðanna“. mbl.is. Sótt 19. október 2022.
  2. Kristján Kristjánsson (14. janúar 2019). „Átökin á Norður-Írlandi“. DV. Sótt 19. október 2022.
  3. 3,0 3,1 Davíð Logi Sigurðsson (25. janúar 2005). „Um hvað snúast deilurnar á Norður-Írlandi?“. Vísindavefurinn. Sótt 13. desember 2018.
   Þessi sögugrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.