Naðurvaldi

Naðurvaldi (gríska: Ὀφιοῦχος Ofíúkhos; latína: Serpentarius eða Anguitenens) er stjörnumerki á miðbaug himins. Það er oft myndgert sem maður sem heldur á slöngunni í stjörnumerkinu Höggorminum. Samkvæmt grískri goðsögn frá tíma Rómaveldis táknar stjörnumerkið gríska lækninn Asklepíos. Naðurvaldi er á sólbaug og sólina ber við hann frá 30. nóvember til 17. desember. Hann er þó ekki talinn með í dýrahring stjörnuspekinnar þótt ýmsir hafi stungið upp á því að gera hann að þrettánda stjörnumerki dýrahringsins.

Stjörnukort sem sýnir Naðurvalda.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.