NESU - Félag viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum
NESU eða Nordiska Economie Studerandes Union (á íslensku Félag viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum) er félag viðskiptafræði- og hagfræðinema á Norðurlöndunum. NESU er virkt í þremur af Norðurlöndunum fimm: Danmörku, Íslandi og Finnlandi. Allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi í viðskipta- eða hagfræði á Norðurlöndunum og Eistlandi eiga rétt á að taka þátt í starfi NESU.
Starfsemi
breytaStarfsemi NESU snýst um að leyfa þátttakendum að kynnast öðrum viðskipta- og hagfræðinemum ásamt því að fræðast um hin Norðurlöndin, menningu þeirra og fyrirtæki. NESU nær þessu takmarki með því að halda ráðstefnur, fyrirlestraraðir, skemmtanir og 'sitsfest'.
Ráðstefnur
breytaNESU heldur ráðstefnur tvisvar á ári, haustönn og vorönn.
Fyrri ráðstefnur
breytaÁr | Önn | Þema | Borg | Land |
---|---|---|---|---|
2012 | Vor | “Keen on Green” | Tampere & Jyväskylä | Finnland |
2011 | Haust | “Innovations to Revenue” | Turku | Finnland |
2011 | Vor | “Brand Management” | Reykjavík | Ísland |
2010 | Haust | “Doing Business in Social Media” | Helsinki & Tallinn | Finnland & Eistland |
2010 | Vor | “Process Management in different sectors of business” | Vaasa | Finnland |
2009 | Haust | “Foundation for Boom” | Tampere | Finnland |
2009 | Vor | “Risk Management” | Árósum | Danmörk |
2008 | Haust | “Corporate Social Responsibility” | Turku | Finnland |
2008 | Vor | “Mergers and Acquisitions in the Nordic Markets” | Reykjavík | Ísland |
2007 | Haust | “Entertainment Business” | Helsinki | Finnland |
2007 | Vor | “Utilizing Nordic-Baltic Potential” | Vilnius | Litháen |
2006 | Haust | “Corporate Branding” | Árósum | Danmörk |
2006 | Vor | “High Performance Through Outsourcing” | Tampere | Finnland |
2005 | Haust | “International Expansion” | Reykjavík | Ísland |
2005 | Vor | “Sustainability” | Kaupmannahöfn | Danmörk |
2004 | Haust | “Baltic Opportunities” | Helsinki | Finnland |
2004 | Vor | “Change Management“ | Árósum | Danmörk |
2003 | Haust | “Natural Resources” | Reykjavík | Ísland |
2003 | Vor | “Managing Mergers & Acquisitions” | Turku | Finnland |
2002 | Haust | “Entrepreneurship” | Árósum | Danmörk |
2002 | Vor | “The Viking Firms” | Reykjavík | Ísland |
2001 | Haust | “Telecommunication enabling business” | Helsinki | Finnland |
2000 | Haust | “E-business” | Árósum | Danmörk |
1999 | Haust | “Change Management” | Helsinki | Finnland |
1999 | Vor | “Research & Development” | Reykjavík | Ísland |
1998 | Haust | “Personal Development” | Árósum | Danmörk |
1998 | Vor | “Globalizing Businesses” | Turku | Finnland |
1997 | Haust | “Future Organizations” | Visby | Svíþjóð |
1997 | Vor | “Communication in Business Environment” | Helsinki | Finnland |
1996 | Haust | “Management in the 90s - TQM & BPR” | Árósum | Danmörk |
1996 | Vor | “Energy in the Nordic Countries” | Osló | Noregur |
1995 | Haust | “Creativity and Innovations” | Vaasa | Finnland |
1995 | Vor | “The IT-revolution - Companies get wired” | Visby | Svíþjóð |
1994 | Haust | “Ísland In International Competition” | Reykjavík | Ísland |
1994 | Vor | “Management in a Crisis Situation” | Turku | Finnland |
Fyrirlestraraðir
breytaHaldnar eru af og til fyrirlestraraðir um málefni núlíðandi stunda, þessar fyrirlestraraðir eru skipulagðar af NESU á hverjum stað fyrir sig.
Skemmtanir
breytaSkemmtanir geta verið með ýmsu móti en þú er algengast að það sé í formi sitsfesta. Aðra skemmtanir geta verið skipulögð teiti meðal félagsmanna og .
Sitsfest
breytaÍ anda sameiginlegra forfeðra okkar, víkinganna, eru haldnar svokallaðar setuhátíðir eða sem í daglegu tali þekkist sem sitsfest. Sitsfest byrja á því að þjóðlegir réttir gestgjafanna eru bornir á borð og eftir matinn eru þjóðardrykkir kneyfaðir. Þegar roði kemst í kinnar sitsfestgesta er tekið til við að syngja skandínavíska söngva og þar á eftir flytur hver hópur skemmtiatriði. Á þessum hátíðum myndast sérstök stemming og margskonar samnorræn tengsl myndast. Sitsfestin eru ómissandi þáttur á ráðstefnum NESU og í starfi NESU.
Aðildarlönd
breytaDanmörk
breytaDanir hafa verið misvirkir í félaginu síðastliðin þrjú ár. Lítið hefur verið hugað að nýliðun í félögin í Árósum og Kaupmannahöfn. Tilraun var gerð til að setja á laggirnar NESU í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn(CBS). NESU í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn mun einnig vera þekkt sem: NESU-CBS.
Eistland
breytaEistland er nýjast viðbótin í NESU. Viðskipta- og hagfræðisnemar frá Eistlandi tóku fyrst þátt árið 2010.
Finnland
breytaFinnar hafa verið til fyrirmyndar þegar kemur að NESU starfsemi undanfarin ár, enda er hún sú virkasta á Norðurlöndunum. NESU er virkt í langflestum háskólum þar sem kennd er viðskipta- og/eða hagfræði.
Ísland
breytaÁ Íslandi er að finna ófáa viðskiptaháskóla og því leiðinlegt að segja frá því að einunig er einn skóli virkur á Íslandi. Viðskiptafræðinemar við Háskóla Íslands eru virkir í NESU.
Noregur
breytaViðskiptaháskólar Noregs hafa ekki verið virkir í nokkurn tíma.
Svíþjóð
breytaÞrátt fyrir mikinn fjölda viðskiptaháskóla í Svíþjóð er enginn þeirra virkur þátttakandi í NESU.